Ekki er nokkur leið að vera í sveitum Frakklands án þess að hafa bíl svo þið leigið ódýran bíl frá CDG/Orly og síðan bara handfarangur!

Í VINNSLU-SÍÐAN HEFUR EKKI VERIÐ UPPFÆRÐ LENGI-Í VINNSLU

Öll innkoma af leigu og námskeiðum fara í viðgerðir og vil ég þakka gestum og nemendum sem hafa komin því án þeirra hefði ég aldrei náð að halda MögguHúsi en Hrunið hefur rústað draumum og heilsu margra. Húsið er íbúð og vinnustofa listamanns og er hugsjónarstarf og ekki hugsað sem fjárfesting og verður vonandi art residency í framtíðinni fyrir íslenska listamenn sem vilja dvelja í franskri sveit.

Hús til leigu í Franskri sveit, eingöngu fyrir þá sem vilja njóta og kynnast Frakklandi eins og það er! Þorpið er lítið en eitt það elsta á þessu svæði, listamaðurinn Jóhanna Bogadóttir þekkir Frakkland vel en hún bjó lengi í París skrifar: " Í þessu eldgamla húsi Möggu J. er stemming í hverju horni, sagan nálægt og við lagfæringar á húsinu s.l. 15 ár hefur greinilega listamaðurinn M.J. verið að verki. Þorpið og þorpin í nágrenninu hafa vaxið og lifað með náttúrunni í gegnum tíðina. Víða að finna miðaldaminjar sem koma á óvart. Sannarlega upplifun að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessu". Húsið er heimili listamanns svo ef þið eruð að leita að einhverju tilbúnu fyrir ferðamenn þá leigið þið ekki þetta hús.

Hér er vefsíðan að námskeiðunum ArtHoliday í MögguHúsi: https://frakklandsferdir.blogspot.com/


"Margrét Jónsdóttir listmálari er ein þeirra sem hafa látið draum sinn rætast, draum um að eiga hús í sveit í Frakklandi.  Fyrir um áratug keypti hún ævagamalt hús í örlitlu þorpi ekki langt frá París. Hún gerði húsið, sem er 300 ára gamalt, upp af einstakri alúð og smekkvísi sem listamönnum einum er lagið, og breytti því í sannkallaðan unaðsreit,"

Síða hússins á facebook







Sainte Suzann  var valin fyrir nokkrum árum eitt af fallegustu 
þorpum Frakklands,  um 10 min akstur frá húsinu:
Húsið er íbúð og vinnustofa listamanns í smáþorpi sem er mjög miðsvæðis og því stutt í allar áttir. Þetta er ósköp venjulegt þorp en samt með þeim elstu í nágrenninu, skriflegar heimildir um það eru frá 15 öld.  Hitað er upp með rafmagns ofnum, arni í stofu og eldavél í eldhúsi sem tekur eldivið og kol. Sjónvarp og internet er til staðar svo einangrunin er ekki mikil. Tvö reiðhjól sem hægt er að fá lánuð en þeir sem hafa áhuga á því verða að geta still gíra og gert við ;)
Fyrir þá sem hafa áhuga á golfi þá eru hér þrír vellir:
 Le Mans  -   Arçonnay  - Laval
Nánari upplýsingar:
Helst vil ég ekki leigja fleirum en 2-3 svo hægt sé að njóta hússins en þegar námskeiðin eru þá er fjöldinn 4-5 enda aðstæður þá aðrar. Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast sendið póst á eftirfarandi netfang ásamt upplýsingum um ykkur því þetta er heimili listamanns sem verid er að leigja: frakklandsferdir@hotmail.com

Smellið á linkinn til að fá nánari upplýsingar um leiguna:  
Leiguverð og myndir .....innifalið í leigunni er rafmagn, vatn, gas til eldunar og eldiviður miðað við eðlilega notkun. Rúmfatnaður og handklæði eru til staðar og þarf ekkert að taka neitt með sér nema föt til skiptanna. Það er þráðlaust internet en sími er ekki innifalinn vegna kostnaðar. Húsreglurnar eru að ganga um húsið og hlutina eins og það væri ykkar og bæta það tjón sem verður og láta vita ef óhapp verður. Þrífa verður húsið við brottför, ryksuga og fara yfir gólfin með þvegli, þvo rúmfatnað og setja hreint á rúmin fyrir næsta gest. Það er hinsvegar hægt að kaupa þrif og þvott. Leigjandinn þarf að vökva blómin og fylla á  eldiviðinn en eldiviðurinn er geymdur í útihúsi aðeins ofar í götunni. Húsið er að sjálfsögðu reyklaust og taka verður tillit til nágranna því þeir fara snemma að sofa vegna vinnu .... 
Það verða allir að skreppa til Mont Saint Michel!
Góðu fréttirnar eru að nýtt þak er komið á útihúsið eftir 14 ára baráttu en þær slæmu er að allt innvolsið var ónýtt, bitar, stigi og gólf ásamt drasli sem ég var búin að safna í verk í mörg ár og átti eftir að vinna úr. Það er hinsvegar eitt þak í viðbót sem þarf kostnaðarsama viðgerð og þolir ekki bið. Öll innkoma af leigu og námskeiðum fara í þakviðgerðir og vil ég þakka gestum og nemendum sem hafa komin því án þeirra hefði ég aldrei náð að halda MögguHúsi en Hrunið hefur rústað draumum og heilsu margra. Húsið er íbúð og vinnustofa listamanns og er hugsjónarstarf og ekki hugsað sem fjárfesting og verður vonandi art residency í framtíðinni fyrir íslenska listamenn sem vilja dvelja í franskri sveit.
 Vinnustofa fyrir listamenn
Útihúsið fyrir 14 árum
 Það tekur aðeins fáein ár fyrir náttúruna að rústa mannvirkjum
Síðastliðinn vetur var stór og dýr þakviðgerð hjá mér í Frakklandi á húsi sem ég keypti kortér í hrun og átti að vera geymsla fyrir verkin mín og vinnustofa í leiðinni. Við Hrunið gat ég ekkert gert því skuldirnar margfölduðust og krónar nær verðlaus. Þegar krónan fór að lagast fór ég að safna fyrir viðgerðum og hóf námskeið í Frakklandi og hefur innkoman í sumar náð að greiða síðustu greiðsluna af þakviðgerðinni en ekki meira en það samt. Svona er staðan í dag: Fjölskylda mín, fólk á áttræðisaldri aldri bjargaði verkunum mínum frá því að lenda á Sorpu, auðvitað var margt skemmt og gler brotin en ég er ein af þessum vesalingum sem hef ekki haft efni á að leigja vinnustofu frá því að ég missti aðstöðuna sem ég hafði á Korpúlfsstöðum. 10 ferm pláss gerir ekkert og varla hægt að kalla vinnustofu og því fór ég að skoða út fyrir landsteinana og var nokkuð mörg ár með tímabundnar vinnustofur á Cité des Art í París. Í Frakklandi fann ég betri lífsgæði og ekki alveg jafnmikla fyrirlitningu til listamanna og á Íslandi. Hrunið rústaði plönum mínum og meðan maður kraflar sig úr skuldavítinu þá líður tíminn og allt í einu er komið að seinni lotunni. Vandamálið er auðvitað ekki leyst, verkin geta ekki verið innanum hestana lengi og því er næsta verkefni að safna fyrir flutningi á verkunum til Frakklands ....en það er önnur saga!