upplýsingar um leigu og myndir af húsinu

Myndband tekið af gestum sem voru í húsinu sumarið 2012


Húsið er meira en 300 ára og er fyrir fólk sem vill fara 100 til 200 ár aftur í tímann og njóta lífsins í litlu sveitaþorpi ...þar sem tíminn stendur kyrr.
Húsið er íbúð- vinnustofa í smáþorpi sem er mjög miðsvæðis. Tilvalið fyrir fólk sem sinnir sköpunarstörfum, fræðistörfum eða þeim sem þurfa góða hvíld. Eingöngu fyrir þá sem vilja njóta og kynnast Frakklandi eins og það er, blíða Frakklandi eins og Frakkar segja sjálfir: "Douce France". Internet, sími og sjónvarp.
Fyrsta hæð:
Setu- og borðstofa, eldhús og svefnaðstaða fyrir tvo (stórt rúm).
Svefnherbergin eru opin og því kölluð "svefnaðstaða".
Bakgarður, geymsla og þvottahús. Eldhúsið er með góðum ísskáp, með klaka og vatni, frábærri eldavél sem er bæði gas og rafmagn og því yndislegt að elda eftir frönskum uppskriftum sem fylgja húsinu. Þvottavél er í tengibyggingu milli húss og bakgarðs og er það þvottahúsið og geymslan. Í setu- og borðstofu er arinn sem hitar vel og lítil hljómflutningstæki fyrir CD kasettur og útvarp. Í bakgarðinum er bekkur, borð og stólar
...einnig garður aðeins frá húsinu með borði og stólum
Efri hæð:
Tvö vinnurými, annað fyrir skriftir og hugleiðingar en það stærra fyrir önnur verkefni. Sjónvarp og svefnaðstaða fyrir tvo, klósett og sturta.
Mjög hátt og stórt ris er á húsinu sem verið er að gera upp.
Húsið er hitað upp með rafmagnsofnum og arinn er í stofu ásamt viðareldavél í eldhúsi sem hita húsið mjög vel.Vatnið er hitað upp með rafmagni og munið að vatn og rafmagn er dýrt í Frakklandi.
Leigan:Til að fá nánari upplýsingar um verð, tilboð og fleira sendið póst á  frakklandsferðir@hotmail.com
Leigan er greidd við bókun og verður að láta vita 10 vikum áður ef hætt er við dvölina til að fá 75% endurgreiðslu.Taka verður tillit til nágranna því þeir fara snemma að sofa og húsið er heimili listamanns svo þetta er ekki fyrirtæki. Innifalið í leigunni er rafmagn, vatn, gas og eldiviður, miðað við eðlilega notkun en ekki kurl, kol og kveikilögur og því þarf að fylla á ef mikið var notað. Rúmfatnaður og handklæði er innifalið og þarf ekki að taka neitt með sér. Þráðlaust internet er í húsinu en síminn er ekki innifalinn vegna kostnaðar. Skila verður húsinu, rúmfatnaði og öðru sem var notað hreinu eins og tekið var við því og slökkva á ofnum og loka vel gluggum og hurðum en hægt er að kaupa þrif. Munið að leigjendur eru á eigin ábyrg í húsinu og verða sjálfir að sjá um tryggingar fyrir sig.
  Hvernig á að bóka:
1. Veljið tímabil sem þið hafið áhuga á.
2. Sendið póst á frakklandsferðir@hotmail.com ef það er laust þá er tímabilið tekið frá fyrir ykkur í tvær vikur.
3. Þið greiðið staðfestingargjald sem er 25% af leigunni á þessum tveimur vikum, staðfestingargjaldið er óafturkræft, ekki endurgreitt þó þið hættið við dvölina.
4. Greiða þarf leiguna að fullu fjórum vikum fyrir upphaf leigutímans.
5. Við afhendingu lykils greiðið þið 400€ sem tryggingu fyrir skemmdum sem er síðan endurgreidd innan 10 daga frá dvöl, þegar búið er að yfirfara húsið.
6. Koma er eftir kl.14:30 og brottför fyrir kl.10:30.
7. Skila verður húsinu hreinu eins og tekið var við því, slökkva á öllum ofnum og passa uppá að allir gluggar og hurðir séu lokaðar.