PAYS DE LA LOIRE


Nicolas Sarkozy fyrrum Frakklandsforseti vildi að frönsk matargerðalist
yrði skráð sem menningarverðmæti
hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO
Þetta sagði forsetinn við opnun árlegrar landbúnaðarhátíðar í París í dag.
„Landbúnaður og þau störf sem verða til vegna hans er uppsprettan í fjölbreytileika franskrar matargerðarlistar. Þetta er mikilvægur hluti okkar þjóðararfs. Þess vegna vil ég að Frakkland verði fyrsta þjóðin sem mun sækjast eftir því hjá UNESCO að okkar hefðir í matargerð verði viðurkenndar sem menningaverðmæti á heimsmælikvarða,“ sagði Sarkozy.
„Frönsk matargerðarlist er sú fremsta í heiminum,“ lýsti hann jafnframt yfir...sjá hér

PAYS DE LA LOIRE
Loire-dalurinn er ekki þekktur sem „Garðurinn í Frakklandi“ að ástæðulausu. Veitingahúsin í Loire eru yfirfull af unaði matargerðarlistarinnar og í héraðinu eru óendanlegir möguleikar á ferskum matvælum og ljúfmeti.
Í skógunum vex mikið af trufflum og sveppum og þar hleypur villibráðin um, t.d. villisvín, hirtir og fasanar. Bændurnir rækta besta spergil, jarðarber og grænmeti sem um getur og í ánum er ótrúlegt úrval af fiski.
Loire er frægt fyrir milt loftslag og frjósama jörð en þetta eru gæði sem gera kleift að framleiða bestu ávexti og grænmeti sem fyrirfinnast nokkurs staðar. Úr ávaxtagörðum í Anjou koma plómur nefndar Reine Claudes, eftir drottningu François 1., og hin safaríka Anjou-pera.
Markaðsborð svigna undan sumarávöxtunum, sérstaklega aprikósum. “Tarte tatin”, sem er eins og öfug eplaterta, er sögð upprunnin í Lamotte-Beuvron. Spergill, sérstaklega hið svera hvíta afbrigði, birtist í frauðkökum, eggjakökum og öðrum eggjaréttum og líka einn og sér með salatsósu sem gerð er úr valhnetuolíu af svæðinu.
Kjarninn í matarhefð héraðsins er í vötnunum. Í Loire og nærliggjandi svæðum fæst lax, silungur, vatnakarfi og gedda, borin fram grilluð í salthjúp eða með beurre nantais (smjöri, skalottlauk og vínsósu).
Atlantshafsströndin spillir gestum með sínum frábæra skelfiski; ostrur, krækling, rækjur, humar og krabba geta þeir fengið hvenær sem er dagsins og með hvaða sósu sem um getur í veitingahúsum sem eru við hafnirnar. Í kringum Guérande býður sjórinn upp á fleur de sel, náttúrulegt og óunnið salt sem gefur bragðbæti nýja merkingu.
Ostar í héraðinu eru venjulega úr kúamjólk enda þótt Crémet d’Anjou, geitamjólkurostur sem hefur verið núinn að utan með klút vættum í víni, hafi orðið uppáhald margra. Aðrir eftirtektarverðir ostar eru feitu geitamjólkurostarnir Valencay og Sainte Maure de Touraine sem er velt upp úr ösku. Crottin de Chavignol er ef til vill vinsælasti geitaostur héraðsins. Hann er mótaður eins og lítill sívalningur og er frá smáborginni Chevignol.
Ábætisréttir eru meðal annarra tarte tatin, karamelluhúðuð eplaterta á hvolfi sem líka er hægt að búa til úr perum, gâteau nantais með möndlum og rommi eða ávaxtasalat sem víni hefur verið hellt ótæpilega yfir og er borið fram með sablés, smjördeigskökum frá Sablé-sur-Sarthe.
Anjou hefur sérrétti eins og crêpes angevines (pönnukökur fylltar með eplum sem eru gegnvot af Cointreau).
Uppskrift frá Loire:
Tarte tatin - Eplabaka á hvolfi
100 g smjör
100 g hvítur sykur
6 stór epli
3 msk ferskur sítrónusafi
200 g smjördeig
Leiðbeiningar:
1. Pannan sem er notuð skiptir miklu máli fyrir þennan rétt, hún þarf að vera þykkbotna og þola háan hita í ofni.
2. Stillið ofnin á 200°C.
3. Fletjið smjördeigið og skerið jafnstóran hring og ummálið á pönnunni sem þið notið, þetta verður þá eins konar lok á pönnuna. Setjið deiglokið til hliðar með plastfilmu yfir svo það þorni ekki.
4. Flysjið öll eplin, fjarlægið kjarna og skerið eplin í báta. Hellið sítrónusafa yfir til að koma í veg fyrir að eplin verði brún.
5. Bræðið smjör og sykur saman á pönnunni, raðið svo eplunum í fallegan hring á pönnuna, leyfið þessu að krauma á miðlungshita þar til sykurinn fer að brúnast, það tekur um það bil 15–20 mínútur. Setjið nú smjördeigslokið á og þéttið niður með hliðum pönnunnar.
6. Bakið í ofni í 15–20 mínútur eða þangað til deigið hefur lyft sér og er orðið gullinbrúnt., Hvolfið yfir á disk, stráið flórsykri yfir og berið fram strax.


The Area
Maine et Loire
Mayenne-et-Loire was one of the original 83 departments created during the French Revolution on March 4, 1790. The name was changed to Maine-et-Loire in 1791. It was created from part of the former province of Anjou. Its present name is drawn from the former province of Maine and the Loire River, which runs through it.
This area has many navigable rivers such as the Loire (longest river in France), Mayenne, Sarthe, and the Loir (193 miles long), and has a varied landscape, with forested ranges of hills in the south and north separated by the valley of the Loire. It has Amazing castles, stately homes, extravagant buildings; the old province has an incredible 1200 of them for you to see!
A permanent backdrop of towers, steeples and ramparts that make even the smallest village you come across interesting. Prehistoric, Greek, Egyptian, Roman, medieval and oriental - archaeology reveals all in Anjou.
The West of France provides arguably some of the most attractive river cruising anywhere in Europe. These waterways are isolated from the rest of France and it is this isolation that has allowed them to keep their distinct individual nature.
The hidden charms of Anjou can be discovered by cruising along its gently flowing rivers, through a rolling countryside dotted with famous chateaux, abbeys, and manor houses. Visit the famous city of Angers with its cathedral and magnificent fortress of seventeen towers. Just north of the city, the rivers Mayenne and Sarthe join to form the Maine, in the heart of the Loire country.
The Mayenne is a delightful river to cruise, with only 25 locks as it meanders through unspoiled countryside past the ancient castle of Laval to the feudal citadel of Mayenne. Through to Chateau-Gontier.
There are some 8500 km/5000+ miles-waterways for pleasure sailing in France and thus France has the first river network in Europe.