Flogið er alla daga til Parísar. Það er hægt að taka bílaleigubíl frá flugvellinum, einnig lest til Le Mans og taka síðan bílaleigubílinn frá lestarstöðinni í Le Mans.
Einnig er hægt að vera í París yfir nótt og taka hraðlestina frá Montparnasse til Le Mans, það tekur ekki nema 55min.
Ef þið treystið ykkur ekki til að aka í París eða frá flugvellinum en viljið samt leigja bíl og keyra sveitavegina... þá er gott að vera í París yfir nótt, taka lest til Versala leigja bílinn frá lestarstöðinni í Versölum.
Frá Orly sud akstur 2:25 min, Farið af hraðbrautinni til Saint-Saturnin: Hraðbrautin frá Orly sud til Saint Pierre sur Orthe
Frá CDG Roissy Terminal 2: Hægt er að aka 3 leiðir en ég mæli með leiðinni í gegnum Dreux og Alencon
Frá París til Saint Pierre Sur orthe:
239 km – environ 2 heures 34 minutes
Frá Le Mans til Saint Pierre Sur Orthe:
42,4 km – environ 46 minutes ....þetta fer nú eftir umferð, ég er oftast 20 til 30min á þessari leið.
Sille le guillaume til Saint Pierre Sur Orthe:
7,7 km – environ 8 minutes
http://maps.google.fr/maps?
Vegurinn A11 er hraðbraut og segja sumir að aksturinn taki ekki nema 1 og 1/2 tíma.
Vegurinn N10 og N12 eru þjóðvegir, ef þið viljið aka rólega þá takið þið N12 og akið í gegnum fullt af litlum þorpum, margir segja að aksturinn taki ekki nema um 2 til 2 og 1/2 tíma.
París til Le Mans:
208 km – environ 2 heures 8 minutes
Hér sjáið þið kort af svæðinu, smellið á textann.
Húsið er um 300 ára og er fyrir fólk sem vill fara 100 til 200 ár aftur í tímann og njóta lífsins
í litlu sveitaþorpi ...þar sem tíminn stendur kyrr
Húsið er íbúð- vinnustofa í smáþorpi sem er mjög miðsvæðis. Tilvalið fyrir fólk sem sinnir sköpunarstörfum, fræðistörfum eða þeim sem þurfa góða hvíld. Einnig kjörið fyrir þá sem vilja bara njóta og kynnast Frakklandi eins og það er, blíða Frakklandi eins og Frakkar segja sjálfir: "Douce France".