BAYEUX ....Bayeux-refillinn


Bayeux-refillinn er veggteppi frá 12. öld, skreytt myndum er rekja atburði er urðu árið 1066 í Bretlandi.
Það ár gerðu víkingar innrás sem Englandskonungur, Haraldur Guðinason, stöðvaði í orustu við Stamford Bridge. Skömmu síðar sama ár gerði Vilhjálmur hertogi af Normandy innrás í S- England. Haraldur sneri þegar með lið sitt á vettvang og háðu þeir úrslitaorustu við Hastings. Þar féll Haraldur og Vilhjálmur og Normannaherinn lögðu England undir sig. Það varð síðasta innrás óvinaherja í England sem heppnaðist og hefur Vilhjálmur ýmist verið nefndur "hinn sigursæli" eða "bastarður". Bayeux-refillinn rekur aðdragandann að síðari innrásinni og lýsir orustunni við Hastings.- Athugið að frásögnin er í rauninni í þremur mismunandi lögum. Í fyrsta lagi eru stórar myndir sem sýna það markverðasta. Þeim fylgja nokkrar athugasemdir á latínu. Loks eru undarlegar litlar myndir "neðanmáls" sem stundum virðast lúta að einhverju sem gerðist á bak við tjöldin eða var ekki viðeigandi að beina meginathyglinni að.
Saumsporið er lítt þekkt en þó finnst í Cluny safninu í París forn íslenzkur altarisdúkur með sams konar keðjuspori, svonefndum refilsaumi og flatsaumi í fyllingum myndanna. Björn Th. Björnsson heitinn listfræðingur sagðist ekki vita til að refilsaumur hafi haldist annars staðar en á Íslandi og hver veit nema norrænar eða jafnvel íslenzkar hannyrðakonur hafi setið hér að verki á árunum 1067-8 við listiðju þesssa undir stjórn Odos erkibiskups.


Travel 184 km – environ 2 heures 7 minutes