UPPLIFUN GESTAJóhanna Boga myndlistarmaður kom í heimsókn: "Í þessu eldgamla húsi Möggu J. er stemming i hverju horni, sagan nálæg og við lagfæringar á húsinu s.l. 9 ár hefur greinilega listamaðurinn M.J. verið að verki. Þorpið og þorpin í nágrenninu hafa vaxið og lifað með náttúrunni í gegnum tíðina. Víða að finna miðaldaminjar sem koma á óvart. Sannarlega upplifun að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessu."
Umsögn frá Hugo og Ragnheiði sem voru í húsinu yfir páska 2012.
Ummæli frá Úlla og Önnu en þau voru í húsinu fyrstu vikuna í september 2011. 
Ummæli frá Úlla og Önnu en þau voru í húsinu fyrstu vikuna í september 2011. 


Ég átti góða daga í húsi Margrétar snemma í júlí 2007. Ég hef nokkrum sinnum gist í franskri sveit og reyndar þorpum líka og það er eiginlega engu líkt að fá tækifæri til að blanda geði við alþýðufólk fjarri ys og þys stórborganna. Matur og menning yfirlætislaus en fullkomlega ekta, án tilgerðar og laðar mann á sinn fund aftur og aftur.
Auðvitað var þetta líka svona í þorpinu Saint Pierre Sur Orthe í húsinu hennar Margrétar, nr. 33, við RUE MONSEIGNEUR GRANDIN götu sem hún hefur gert upp af frábærri smekkvísi og eljusemi með góðri aðstoð heimamanna. Svo var ég svo lánsamur að hafa góðan leiðsögumann þessa daga sem þekkti þarna hvern krók og kima bæði innan stokks og utan. Ég mæli hiklaust með því að ferðalangurinn fari úr alfaraleið á slóðir hins ókunna og kynnist Frakklandi eins og það er, blíða Frakklandi eins og Frakkar segja sjálfir, Douce France.
Trausti
Gamlar franskar skvísur, en konur í Frakklandi eru af öllum stærðum og gerðum.Elsa Sigríður og Tómas segja m.a.:
Það var upplifelsi að vera í gamla húsinu þínu sem þú hefur gert svo fallegt og heimilislegt. Það var virkilega góður andi þar. Allt gekk vel, leiðbeiningarnar þínar reyndust vel og okkur gekk vel að rata. Við skoðuðum okkur heilmikið um og sáum marga fallega staði. Það er samt ekki því að neita að fréttirnar að heiman um öll ósköpin sem ganga á og kortavandræði settu mark sitt á ferðina. En allt fór vel, okkur var bjargað um peninga (hraðbankinn neitaði að taka við kortinu) svo að allt var í lagi.”