Þetta verk hef ég aldrei selt, stolið af fyrrum eiginmanni og vinum hans! Þekkingin er ekki meiri en svo að þeir halda að ég sé leirkerasmiðurinn Margrét Jónsdóttir á Akureyri fædd 1961!
Margrét Jónsdóttir er fædd 1953 í Reykjavík og starfar að list sinni í Frakklandi og Íslandi. Hún hefur unnið sem myndlistarmaður í hálfa öld en 49 ár eru frá fyrstu sýningu hennar í London. Menntuð við Myndlista og Handíðaskóla Íslands, diplóma í frjálsri myndlist/grafík árið 1974. Masternám (Postgraduate) við Central Saint Martin’s College of Art í London árin 1974 til 1976. Myndlista og Handíðaskóla Íslands, diplóma í grafískri hönnun árið 1984. Diplóma frá Kennaraháskólanum árið 1997. Hún hefur haldið yfir 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Margrét var einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Hún er í ritinu „Íslensk listasaga“, sem er fimm binda verk og spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Einn af stofnendum Hagsmunafélags Myndlistarmanna sem var undanfari Sambands Íslenskra Myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Verk eftir hana eru í eigu helstu listasafna landsins. Hefur hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna. Félagi í FÍM, Íslensk Grafík, SÍM, Nýlistasafninu. Margrét hlaut norræn vatnslitaverðlaun á síðasta ári. The Winsor & Newton Prize, verðlaun the Nordic Watercolor Association Prize 2023. Nánari upplýsingar um Margréti: https://www.instagram.com/mjons_artis